Fjör á íþróttahátíð

27. Íþróttahátíð Héraðssambandsins Skarphéðins var haldin á nýja frjálsíþróttavellinum á Selfossi í dag.

Keppt var í frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri. Í frjálsíþróttum var keppt á héraðsleikum, sem eru fyrir keppendur 10 ára og yngri og á aldursflokkamóti, sem er fyrir 11 – 14 ára.

Keppendur voru níutíu talsins og létu þeir veðrið ekki hafa áhrif á sig en fín tilþrif sáust í sumarkuldanum og rigningarskúrunum sem gengu yfir mótssvæðið.