Fjör á héraðsleikum í frjálsum

Æsispennandi keppni í 400 m hlaupi stúlkna 8 ára og yngri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það var mikið fjör á Þorlákshafnarvelli í dag þar sem Héraðsleikar Héraðssambandsins Skarphéðins í frjálsum íþróttum fóru fram.

Keppnin er fyrir krakka 10 ára og yngri en keppt er í flokkum 10 ára, 9 ára og 8 ára og yngri. Gleðin skein úr hverju andliti og í mótslok fengu allir keppendur verðlaunapening.

Um 50 krakkar frá sjö sunnlenskum íþróttafélögum tóku þátt í mótinu.

Fyrri greinFjórtán lögreglumenn í sóttkví eftir handtöku þjófagengis
Næsta greinLandslag, fólk og fuglar