Fjölskyldutímarnir halda áfram í Iðu

Sveitarfélagið Árborg heldur áfram með opna fjölskyldutíma á vorönn í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Tímarnir verða nokkra sunnudaga fram á vor kl. 13:00 – 15:00.

Sunnudagarnir sem um ræðir eru 12. febrúar, 12. mars, 26. mars, 2. apríl, 30. apríl og 14. maí. Þær fjölskyldur sem mæta í opnu tímana fá frítt í Sundhöll Selfoss að loknum hverjum tíma.

Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttafræðingur, sér um fjölskyldutímana og er til aðstoðar í salnum en tímarnir eru ætlaðir fyrir börn og foreldra en ekki er ætlast til þess að börn séu skilin ein eftir í salnum.