Fjölskyldustemmning á Selfossvelli

Selfyssingar héldu kynningarfund fyrir komandi knattspyrnusumar í blíðunni á Selfossvelli í dag.

Guðmundur Benediktsson, þjálfari, ræddi við gesti og svaraði spurningum og það sama gerði Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur. Guðmundur sagði liðið stefna hærra en spádómar segja til um en Hjörvar spáir Selfyssingum fallsæti.

Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs Selfoss, kynnti sitt lið til sögunnar og stuðningsmannaklúbburinn kynnti sína starfsemi. Þá voru veitt verðlaun í getraunaleik vetrarins.

Fjölmargir gestir nutu sumarblíðunnar undir berum himni og torguðu fleiri kílóum af pylsum og grillkjöti.

Fyrri greinÓmar Berg: Valdaklíkan í Ölfusi
Næsta greinHvergi hvikað frá undirbúningi Landsmóts