Fjölskylduganga á Miðfell

Fjölskyldudagur UMFÍ verður haldinn við rætur Miðfells í Hrunamannahreppi á laugardag kl. 13:00.

Dagurinn er haldinn í samvinnu við HSK með það að markmiði að vekja athygli á verkefninu “Hættu að hanga! Komdu að hjóla synda eða ganga” sem og öðrum verkefnum sem UMFÍ hefur fram að færa á sviði almenningsíþrótta.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, flytja stutt ávörp. Að því loknu koma fram Kristmundur, vinningshafi söngvakeppni framhaldskólanna, Íþróttaálfurinn og Solla stirða.

Deginum lýkur með göngu á Miðfell sem er eitt af tveimur fjöllum sem HSK hefur tilgreint í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Farið verður með póstkassa upp á fjallið á þessum degi og fólk hvatt til að skrifa í gestabókina.

Fyrri greinHermann Ólafs: Úrslitin í Árborg
Næsta greinFólk haldi sig inni