Fjölnir sterkari í fyrsta leiknum

Marko Milekic skoraði 12 stig og tók 6 fráköst fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði stórt í fyrsta leiknum gegn Fjölni í einvíginu í 1. deild karla í körfubolta um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

LIðin mættust í Grafarvoginum í kvöld og eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Fjölnismenn öll völd á vellinum. Staðan var 51-47 í leikhléi en Fjölnir steig á bensíngjöfina í 3. leikhluta og náði mest sautján stiga forskoti, 84-67.

Ekki skánaði útlitið í upphafi 4. leikhluta þegar Fjölnir gerði 22-4 áhlaup og breytti stöðunni í 106-71. Hamar skoraði 11 stig í röð eftir það en úrslitin voru ráðin og lokatölur urðu 108-82.

Liðin mætast næst í Hveragerði á þriðjudag kl. 19:15.

Tölfræði Hamars: Everage Richardson 27/4 fráköst, Marko Milekic 12/6 fráköst, Julian Rajic 12/5 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 10, Florijan Jovanov 8/4 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 4, Kristófer Gíslason 4, Kristinn Olafsson 3, Dovydas Strasunskas 2.

Fyrri greinKFR í botnsætinu
Næsta greinSelfoss framkallaði Stjörnuhrap – Mæta ÍR í úrslitakeppninni