Fjölmennt beltapróf á Selfossi

Taekwondo beltapróf voru haldin um síðustu helgi í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. 96 iðkendur voru voru skráðir til prófs og náðu flestir sínum markmiðum.

Mikill fjöldi nýrra iðkenda voru að taka sín fyrstu beltapróf og stóðu sig einstaklega vel. Iðkendur komu víða að af Suðurlandi t.d. frá Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka, Hellu og af Skeiðunum.

Allir iðkendur stóðu sig frábærlega og voru þjálfara sínum og félögum til mikils sóma.

Mikil gróska er hjá taekwondodeild Umf. Selfoss og iðkendafjöldi fer stigvaxandi. Á nýju ári stendur til að taka í notkun nýjan og fullkomnari æfingasal og standa vonir til að hann verði tilbúinn um miðjan desember.

Prófdómari að þessu sinni var master Magnea kristín Ómarsdóttir 4. Dan.