Fjölmenni á öldungamótinu í Vík

Keppni gengur vel á þriðja Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri sem fram fer í Vík í Mýrdal um helgina. Hátt í 500 manns voru við setningarathöfnina á íþróttavellinum í Vík í gærkvöldi.

Við setninguna þakkaði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, USVS og íbúum Víkur fyrir vel unnin störf við framkvæmd mótsins. Mótseldurinn var tendraður við hátíðlega athöfn en það var Haukur Valdimarsson, fyrsti formaður USVS, sem tendraði eldinn sem logar meðan á mótinu stendur.

Keppt er í alls fimmtán greinum á mótinu sem lýkur á morgun og eru keppendur frá USVS og HSK fjölmargir.
Fyrri greinTap í þokunni í Eyjum
Næsta greinHeimamenn sigruðu í utanvegarhlaupi og -hjólreiðum