Fjöldi Selfyssinga í yngri landsliðum

Hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn Selfoss eru í æfingahóp Hilmars Guðlaugssonar og Ingu Fríðu Tryggvadóttur þjálfara U18 ára landsliðs kvenna í handbolta sem mun æfa saman dagana 23.-27. október.

Þetta eru þær Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.

Þá var Karen María Magnúsdóttir valin í æfingahóp fyrir U16 ára landslið kvenna sem mun æfa saman dagana 24.-27. október. Þjálfarar liðsins eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.

Fyrri greinÍslensku fóstri boðið til Finnlands
Næsta greinEyþór tekur sæti í bæjarráði