Fjóla vann besta afrek mótsins

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í tveimur greinum á Kópavogsmótinu í frjálsum íþróttum sem haldið var í kvöld.

Fjóla og Kristín Birna Ólafsdóttir komu hnífjafnar í mark í 100 m grindahlaupi, báðar á tímanum 14,58 sek og var það besta afrek mótsins í kvennaflokki. Fjóla sigraði einnig í 400 m hlaupi á 57,74 sek.

Haraldur Einarsson, Vöku, sigraði í 400 m hlaupi karla á 51,66 sek og Ólafur Guðmundsson, Laugdælum, varð annar í 110 m grindahlaupi á 16,38 sek. Styrmir Dan Steinunnarson varð annar í langstökki karla þegar hann stökk 5,72 metra og hann varð einnig annar í kringlukasti og 110 m grindahlaupi í piltaflokki 16-17 ára.

Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, sigraði í kúluvarpi kvenna með kast upp á 8,46 m og varð í 2. sæti í kringlukasti með 25,71 m kast og jafnaði þar með Íslandsmetið í sínum fötlunarflokki.

Fyrri greinNíu KF-menn lögðu Selfoss
Næsta greinBílastæðaskortur við Hakið