Fjóla sigraði í tveimur hlaupum

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði í tveimur greinum á Nordic Gym Games mótinu í Bollnäs í Svíþjóð í gærkvöldi.

Fjóla hljóp 60m grindahlaup á 9,16 sek sem er nokkuð frá hennar besta en hún fékk litla samkeppni í hlaupinu. Hún sigraði síðan í 200 m hlaupi á 26,47 sek.

Síðar í vikunni keppir Fjóla á XL-Galan, stóru innanhússmóti í Stokkhólmi, þar sem hún mun keppa í 400 m hlaupi. Hennar besti tími í þeirri grein er 57,21 sek og náði hún þeim árangri á sama móti í fyrra.

Fyrri greinLiam Killa í Ægi
Næsta greinSvavar og Fjalar til Brentford á reynslu