Fjóla sigraði í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í 400 m grindahlaupi á Folksam Challenge mótinu í Mölndal í Svíþjóð í dag. Fjóla hljóp á 60,42 sek.

Hún var 0,8 sekúndum frá sínum besta tíma en sigraði í jöfnu hlaupi.

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, og Trausti Stefánsson, FH, kepptu einnig á mótinu. Hafdís sigraði í 200 m hlaupi á persónulegu meti, 24,00 sek, sem er þriðji besti tími Íslendings í þessari vegalengd. Hafdís varð þriðja í 100 m hlaupi á 12,09 sek. Auk þess stökk hún 5,86 í langstökki og varð fimmta.

Trausti hljóp 400 m hlaup á 47,99 sek og varð í níunda sæti.