Fjóla Signý og Egill heiðruð

Ungmennafélag Selfoss og Sveitarfélagið Árborg heiðruðu í kvöld Fjólu Signý Hannesdóttur og Egil Blöndal en þau unnu bæði til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í sumar.

Egill vann bronsverðlaun í júdó en Fjóla vann gull, silfur og brons í grindarhlaupum og boðhlaupi á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Luxemborg í lok maí.

Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf. Selfoss og Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, fluttu bæði stutta tölu þar sem þau tíunduðu hversu góðar fyrirmyndir Fjóla og Egill væru fyrir unga iðkendur.

Þá væri gríðarlega mikilvægt og gott fyrir bæði ungmennafélagið og sveitarfélagið að hafa íþróttamenn eins og þau í sínum röðum.

Fyrri grein„Fyrst og fremst svekktur og sár“
Næsta greinJafntefli í hörkuleik gegn Gróttu