Fjóla Signý og Bjarni Már Íslandsmeistarar

Fjóla Signý Hannesdóttir og Bjarni Már Ólafsson, HSK/Selfoss, unnu bæði Íslandsmeistaratitla á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í dag.

Fjóla Signý sigraði í hástökki þegar hún stökk 1,67 m en Bjarni Már varð hlutskarpastur í þrístökki með 13,67 m.

Mótinu lýkur á morgun en ellefu keppendur spreyta sig þar fyrir hönd HSK/Selfoss sem er í 5. sæti stigakeppninnar að loknum fyrri keppnisdegi.

Fyrri greinVel klárað í Vesturbænum
Næsta greinHefðu viljað segja álit sitt