Fjóla og Kristinn valin í landsliðið

Grindahlauparinn Fjóla Signý Hannesdóttir og millivegalengdahlauparinn Kristinn Þór Kristinsson úr HSK hafa verið valin í landsliðshóp Íslands í frjálsum íþróttum 2014.

Hópurinn er valinn af íþrótta- og afreksnefnd FRÍ og hann skipa 43 frjálsíþróttamenn. Hópurinn verður endurskoðaður eftir innanhússtímabilið 2014.

Fleiri Sunnlendingar eru í hópnum; Laugdælingurinn Hreinn Heiðar Jóhannsson, Ármanni, er í valinn í stökkgreinar og Selfyssingurinn Örn Davíðsson, FH, er í kastgreinahópnum.