Fjóla og Kristinn unnu silfur

Fjóla Signý Hannesdóttir og Kristinn Þór Kristinsson, HSK/Selfoss, unnu bæði til silfurverðlauna á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í dag.

Fjóla varð í 2. sæti í 60 m grindahlaupi á 9,01 sekúndu og Kristinn varð í 2. sæti í æsispennandi 800 m hlaupi á tímanum 1:52,61 mín en hann var 0,11 sekúndu á eftir Snorra Sigurðssyni úr ÍR.

Fyrri greinBrotist inn í bílskúr á Selfossi
Næsta greinÞórsarar töpuðu mikilvægum stigum