Fjóla keppir á Smáþjóðaleikunum

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, hefur verið valin til keppni með landsliði Íslands í frjálsum íþróttum á Smáþjóðaleikunum sem fram fara um næstu mánaðarmót í Lúxemborg.

Fjóla mun keppa í 100 m og 400 m grindahlaupi auk þess sem hún er í boðhlaupssveit Íslands í 4×400 m boðhlaupi.

Selfyssingurinn Örn Davíðsson, FH, er einnig í íslenska liðinu en hann keppir í spjótkasti og kringlukasti.

Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ valdi tuttugu keppendur til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara dagana 28. maí til 1. júní. Smáþjóðaleikar eru haldnir annað hvert ár en þar keppa níu þjóðir sem allar eiga það sameiginlegt að hafa íbúafjölda undir milljón manns.

Fyrri greinÞór Vigfússon látinn
Næsta greinTólfti maðurinn er engin þjóðsaga