Fjóla, Hreinn og Kristinn til Slóvakíu

Þrír keppendur af sambandssvæði HSK hafa verið valdir í landslið Íslands í frjálsum íþróttum sem keppir á Evrópubikarkeppni landsliða í Slóvakíu 22.-23. júní næstkomandi.

Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi, mun keppa í 100 m grindahlaupi, Hreinn Heiðar Jóhannsson, Laugdælum, í hástökki og Kristinn Þór Kristinsson, Samhygð, í 800 m hlaupi. Fararstjórinn er einnig úr röðum HSK en það er Benóný Jónsson á Hvolsvelli.

Ísland er í 3. deild og fer sá hluti mótsins fram í Banska Bystrica í Slóvakíu. Þau lið sem Ísland etur kappi við eru Albanía, Andorra, Armenía, Azerbaijan, Bosnía og Herzegovinía, Makedónía, Georgía, Litháen, Luxembourg, Malta, Moldóva, Montenegro, Sameinað lið smáþjóða og Slóvakía.

Efstu tvö liðin í sameiginlegri stigakeppni karla og kvenna fara upp um deild.

Fyrri greinDagur ferskra vinda á laugardag
Næsta greinEinn á slysadeild eftir bílveltu