Fjóla hljóp hratt á Spáni

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, keppti á móti á Malaga á Spáni um helgina en hún hefur verið þar við æfingar undanfarna daga.

Fjóla keppti í 100 m grindahlaupi og 400 metra hlaupi. Aðstæður voru ágætar, en úrhellisrigning var á keppnisdaginn. Engu að síður náði hún góðum tíma og var á sínum næstbesta tíma í báðum hlaupunum.

Hún hún hljóp keppnislaust 100 m grindahlaupið á 14,63 og 400 metrana 58,78 sek og var langfyrst í mark.

Greinilegt er að Fjóla er í feiknaformi þessa dagana og til alls líkleg á komandi keppnistímabili. Fjóla kemur til landsins í sumar og mun keppa á mótum sumarsins hér heima.