Fjóla bætti gulli í safnið

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, var í boðhlaupssveit Íslands sem vann öruggan sigur í 4×400 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.

Ísland sigraði nokkuð örugglega í hlaupinu og kom í mark á 3:40,96 mín sem er tveimur sekúndum frá sautján ára gömlu Íslandsmeti.

Fjóla hljóp annan sprett sveitarinnar en með henni í sveitinni voru Stefanía Valdimarsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Aníta Hinriksdóttir.

Fyrri greinKoddaslagur á Stokkseyri
Næsta greinLögreglan lýsir eftir Gunnari