Fjóla þriðja í sjöþraut

Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Selfoss, varð þriðja í sjöþraut kvenna á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina.

Fjóla lauk þrautinni með 4.282 stig og bætti sinn besta árangur um 46 stig. Hún leiddi keppnina að loknum tveimur fyrstu greinunum, 100m grindahlaupi og hástökki en gaf svo eftir í næstu greinum. Fjóla bætti árangur sinn í spjótkasti þegar hún kastaði 23,89 m.

Ekki voru fleiri sunnlenskir keppendur á mótinu.