Fjögurra milljóna króna samningur við ungmennafélagið

Í gær var undirritaður þjónustusamningur milli Umf. Stokkseyrar og Sveitarfélagsins Árborgar í íþróttahúsinu á Stokkseyri.

Samningurinn er til eins árs og hljóðar upp á tæpar 4 milljónir króna. Hann tekur til ýmissa þátta í starfsemi ungmennafélagsins sem mun m.a. taka meira við rekstri íþróttahússins en áður hefur verið.