Fjögurra marka sigur á Afríku

Stokkseyri vann öruggan sigur á Afríku í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu, á Stokkseyrarvelli í kvöld.

Jón Reynir Sveinsson kom Stokkseyringum yfir á 27. mínútu og tíu mínútum síðar tvöfaldaði Örvar Hugason forskotið. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Guðni Þór Þorvaldsson bætti þriðja markinu við þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og Elías Örn Arnarsson innsiglaði svo 4-0 sigur Stokkseyringa með marki á lokamínútunni.

Sigurinn lyfti Stokkseyri upp í 5. sæti riðilsins en liðið hefur 7 stig að loknum fimm leikjum.

Fyrri greinFimmta hjólabók Ómars Smára
Næsta greinSkógafoss á rauðan lista