Fjögur mörk í góðum heimasigri KFR

Helgi Valur Smárason. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR lagði Þorlák á heimavelli sínum á Hvolsvelli í gærkvöldi í 5. deild karla í knattspyrnu.

Dagur Þórðarson kom KFR yfir á 18. mínútu og Baldur Bjarki Jóhannsson og Aron Birkir Guðmundsson bættu við mörkum með stuttu millibili í kjölfarið. Þorlákur minnkaði muninn í 3-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var markalaus allt þar til á 84. mínútu að Þorlákur breytti stöðunni í 3-2. Það fór skjálfti um Rangæinga í kjölfarið en Helgi Valur Smárason gulltryggði 4-2 sigur með glæsilegu aukaspyrnumarki fimm mínútum síðar.

KFR lyfti sér upp í 2. sæti B-riðils 5. deildar með sigrinum, liðið hefur 10 stig eins og Spyrnir og RB sem eru í 1. og 3. sæti. Þorlákur er á botninum með 3 stig.

Fyrri greinVeiðidagur í Óseyrarnesi sumarið 1993
Næsta greinÞjóðhátíðarskjálfti í Henglinum