Fjögur HSK met á MÍ öldunga

Sigmundur Stefánsson, HSK, þríbætti HSK metið í kúluvarpi í öldungaflokki 70-74 ára á Meistaramóti öldunga í frjálsum íþróttum um síðustu helgi.

Sigmundur átti góða kastseríu og bætti héraðsmetið í þremur köstum í röð; 7,35 m, 7,41 m og að lokum 7,67 m. Sigmundur hlaut bronsverðlaun í greininni.

Yngvi Karl Jónsson, Íþf. Garpi, setti HSK met í hástökki í öldungaflokki 55-59 ára á mótinu, stökk 1,40 m. Hann átti gott mót og vann fimm silfurverðlaun á fyrri keppnisdeginum en var veðurtepptur hér austan fjalls á síðari deginum.

Fyrri greinÚrgangur er auðlind
Næsta greinBES í evrópsku samstarfsverkefni