Fjögur gull á Íslandsmóti í júdó

Vésteinn með gullið í miðjunni. Ljósmynd/Aðsend

Selfyssingar náðu góðum árangri á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var laugardaginn 29. maí síðastliðinn.

Þar voru mættir 60 keppendur frá sjö félögum, þar af voru sex keppendur frá júdódeild Selfoss og kepptu þrír í bæði U18 og U21. Keppnin var jöfn og spennandi og mikið var um glæsileg tilþrif. Allir keppendur stóðu sig glæsilega en Vésteinn Bjarnason bar af og varð tvöfaldur Íslandsmeistari. Hann glímdi sex viðureignir og vann þær allar örugglega.

Vésteinn Bjarnason varð Íslandsmeistari bæði í U18 og U21 í –66 kg flokki.
Jakub Tomczyk varð Íslandsmeistari í U18 -73 kg og 3. sæti í U21.
Böðvar Arnarsson varð Íslandsmeistari í U18 -90 kg og 2. sæti í U21.
Hrafn Arnarsson varð í 2. sæti í -100 kg í U21.
Styrmir Hjaltason varð í 2. sæti í -66 kg í U15.
Fannar Júlíusson varð í 2. sæti í -55 kg í U15.

Fannar Júlíusson lengst til hægri. Ljósmynd/Aðsend
Böðvar Arnarsson í 2. sæti lengst til vinstri. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinSamkeppnishæf á alþjóðamarkaði
Næsta greinUmferðartafir á Ölfusárbrú