Fimmtán Íslandsmeistaratitlar til glímuliðs HSK

Fyrstu glímumót vetrarins fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli síðastliðinn laugardag en þá var háð Íslandsmeistarmót og Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri.

Alls mættu 58 keppendur til keppni frá fimm félögum en af þessum hóp átti HSK 43 keppendur.

Árangurinn lét heldur ekki á sér standa hjá HSK liðinu og sigruðu Skarphéðinsmenn í tíu aldursflokkum af þrettán í einstaklingskeppninni en í fimm flokkum af sex mögulegum í sveitaglímunni. Á Íslandsmeistarmótinu keppti hver árgangur sín á milli en í sveitaglímunni glímdu tveir árgangar saman í þriggja manna sveitum.

Mikil og góð stemmning var á mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni. Mótstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson framkvæmdastjóri GLÍ og kom annað starfsfólk að mestu úr röðum HSK.

Helstu úrslit urðu á eftirfarandi leið en heildarúrslit má sjá á www.glima.is.

Stúlkur 10 ára Félag Vinn.

1. Oddný Benónýsdóttir HSK 2,5

2. Guðný Salvör Hannesdóttir HSK 1,5

3. Þóra Björg Yngvadóttir HSK 1+1

Stúlkur 11 ára minni

1. Hildur Jónsdóttir HSK 3

2. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir HSK 2

3. Guðný Karen Oliversdóttir HSK 1

Stúlkur 11 ára stærri

1. Guðný Ósk Sigurðardóttir Herði 3

2. Arndís Fjóla Fahning HSK 2,5

3. Fanney Ösp Guðjónsdóttir UÍA 2

Stúlkur 12 ára

1. Sigurlín Franziska Arnarsdóttir HSK 4+1

2. Rósa Kristín Jóhannesdóttir HSK 4+0

3. Nikólína Bóel Ólafsdóttir UÍA 2,5

Stúlkur 13 ára

1. Jana Lind Ellertsdóttir HSK 5,5

2. Sigríður Magnea Kjartansdóttir HSK 5

3. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 3,5

Stúlkur 14 ára

1. Annika Rut Arnarsdóttir HSK 1+1

2. Belinda Margrét Birkisdóttir HSK 1+0

Stúlkur 15 ára

1. Hanna Kristín Ólafsdóttir HSK 2

2. Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 1

3. Sigrún Lísa Torfadóttir Herði 0

Strákar 10 ára

1. Bjarni Sigurjónsson HSK 4,5+1

2. Unnsteinn Reynisson HSK 4,5+0

3. Þorsteinn Guðnason HSK 4+1

Strákar 11 ára

1. Kristján Bjarni Indriðason HSK 2

2. Finnur Þór Guðmundsson HSK 1

3. Aron Sigurjónsson HSK 0

Strákar 12 ára

1. Sölvi Freyr Jónasson HSK 3,5

2. Sindri Ingvarsson HSK 3

3. Kristófer Leví Kristjánsson Herði 2

Strákar 13 ára

1. Einar Torfi Torfason Herði 2,5

2. Bjarni Pétur Marel Jónasson Herði 1,5

3. Gústaf Sæland HSK 1+1

Strákar 14 ára

1. Bjarni Darri Sigfússon UMFN 3

2. Eiður Helgi Benediktsson HSK 2

3. Sæmundur Friðrik Fahning HSK 1

Strákar 15 ára

1.Þorgils Kári Sigurðsson HSK 4

2.Egill Björn Guðmundsson HSK 3

3.Jón Gunnþór Þorsteinsson HSK 2

Úrslit í Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri.

Stelpur 10-11 ára

1. HSK-A

2. HSK-B

Stelpur 12-13 ára

1. HSK-A

2. UÍA

3. HSK-B

Strákar 10 – 11 ára

1.HSK-A

2.HSK-C

3.HSK-B

Strákar 12 – 13 ára

1.Hörður

2.HSK-B

3.HSK-A

Strákar 14 – 15 ára

1.HSK-A

2.HSK-B

Fyrri greinOpið hús í félagsmiðstöðvum í dag
Næsta greinSelfoss fær miðjumann frá Brentford