Fimm ungir semja við Selfoss

Þeir Sesar Örn Harðarson, Dagur Jósepsson, Elvar Orri Sigurbjörnsson, Alexander Clive og Arnór Elí Kjartansson skrifuðu á dögunum undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Alexander Clive er fæddur árið 2005 og spilar sem miðjumaður. Hann hefur verið fyrirliðabandið í 2.flokki í sumar á sama tíma og hann hefur stigið sín fyrstu skref með meistaraflokki. Alexander skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í sumar þegar hann skoraði í stórsigri á Þrótti V. Alexander hefur einnig verið í æfingahópum yngri landsliða.

Dagur Jósefsson er fæddur árið 2006 og leikur í hjarta varnarinnar sem miðvörður. Dagur lék með 2. og 3. flokki í sumar. Dagur á að baki 5 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur hann borið fyrirliðabandið í tveimur þeirra.

Sesar Örn Harðarson er einnig fæddur árið 2006 en hann spilar sem sóknarmaður. Sesar hefur leikið með 2. og 3. flokki í sumar ásamt því að hafa æft með meistaraflokki og spilað tvo leiki með þeim. Sesar hefur verið í æfingahópum yngri landsliða.

Elvar Orri Sigurbjörnsson er sóknarmaður sem er fæddur árið 2005. Elvar hóf sumarið á því að spila með 2.flokki Selfoss áður en hann skipti yfir í Árborg þar sem hann klárar tímabilið. Elvar er búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum fyrir Árborg. Elvar hefur verið í æfingahópum yngri landsliða.

Arnór Elí Kjartansson stendur vaktina á milli stanganna. Hann er fæddur árið 2005 en hann hefur æft með meistaraflokk og verið mikið í leikmannahópi Selfoss í Lengjudeildinni í sumar. Auk þess hefur hann spilað í markinu með 2. flokki í sumar. Líkt og hinir fjórir hefur Arnór einnig verið í æfingahópum yngri landsliða.

Fyrri greinSamkaup lækka verð af yfir 400 vörunúmerum
Næsta greinRáðherra með skrifstofu á Selfossi