Fimm Sunnlendingar unnu til verðlauna

Glímukeppni Reykjavik International Games fór fram á dögunum í íþróttahúsi Ármanns. Fimm keppendur úr liði HSK unnu til verðlauna á mótinu.

Mótið var vel sótt og mættu keppendur frá Íslandi, Skotlandi, Svı́þjóð og Sri Lanka til leiks. Að glı́mumóti loknu var einnig keppt í back hold og þar var Marín Laufey Davíðsdóttir, Þjótanda, valin keppandi mótsins.

Í glímukeppni leikana sigraði Jón Gunnþór Þorsteinsson, Þjótanda, í flokki unglinga +80 kg og Guðni Elvar Björnsson, Garpi, varð þriðji. Jana Lind Ellertsdóttir, Garpi, varð önnur í -65kg flokki kvenna og Guðrún Inga Helgadóttir þriðja. Marín Laufey vann allar sínar glímur í +65 kg flokki kvenna og varð svo önnur í opnum flokki kvenna.

Fyrri greinÞurfa 200 milljón króna aukafjárveitingu
Næsta greinSex sunnlenskir nýsveinar heiðraðir