Fimm Sunnlendingar til Solna

Búið er að velja endanleg tólf manna U16 og U18 ára landslið Íslands í körfubolta sem keppa munu á norðurlandamótinu sem fram fer í Solna í Svíþjóð í maí. Fimm Sunnlendingar eru í liðunum fjórum.

Dagný Lísa Davíðsdóttir, Hamri, er í U16 ára liði stúlkna, Halldór Garðar Hermannsson, Þór Þ., í U16 ára liði drengja og Marín Laufey Davíðsdóttir, Hamri, í U18 ára liði kvenna.

Í U18 ára liði karla eiga sæti þeir Erlendur Ágúst Stefánsson, Þór Þ. og Maciej Klimaszewski, FSu.

Fyrri greinÞór/Hamar í bikarúrslitin
Næsta greinGuðbjörg og Fanney í stjórn Bændasamtakanna