Fimm Sunnlendingar í landsliðshópnum

Sunnlendingar eiga fimm fulltrúa af átján í U19 landsliði kvenna í knattspyrnu sem leikur í milliriðli EM í Litháen í september.

Þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir, leikmenn Selfoss og Sabrína Lind Adolfsdóttir, leikmaður ÍBV. Bergrún, Hrafnhildur, Katrín og Sabrína koma allar úr yngriflokkastarfi KFR.

Ísland leikur í riðli með heimastúlkum í Litháen, Króatíu og Spáni og er fyrsti leikurinn gegn Litháen, laugardaginn 13. september.

Fyrri greinSelfoss áfram í 1. deildinni
Næsta greinGunnar Örn settur lögreglustjóri og sýslumaður