Fimm marka tap í Kaplakrika

Selfoss tapaði með fimm mörkum, 23-18, þegar liðið heimsótti FH í Kaplakrika í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld.

Staðan var 12-11 í hálfleik en heimaliðið var sterkara í síðari hálfleik og að lokum skildu fimm mörk liðin að. Bæði lið höfðu fjögur stig fyrir leikinn í kvöld en FH lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar með sigrinum en Selfoss er í 10. sæti.

Kara Rún Árnadóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 5, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir 3 og Hildur Öder Einarsdóttir 1.

Fyrri greinGuðmunda spilaði sinn fyrsta A-landsleik
Næsta greinHamar úr leik í bikarnum