Fimm HSK met sett á Silfurleikum

Dagur Fannar Einarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjöldi keppenda af sambandssvæði HSK tóku þátt í Silfurleikum ÍR, sem haldnir voru í Laugardalshöllinni 24. nóvember síðastliðinn.

Fimm HSK met voru sett í 200 metra hlaupi á mótinu. Sindri Freyr Seim Sigurðsson úr Heklu bætti HSK metin í þremur aldursflokkum, 15 ára, 16-17 ára og 18-19 ára.

Hann hljóp á 23,98 sek, en Fannar Yngvi Rafnarsson átti metin í þessum flokkum, 24,05 sek í 15 ára flokki og 24,00 sek. í hinum flokkunum.

Sindri átti ekki metin lengi í tveimur eldri flokkunum, en um hálftíma síðar hljóp Dagur Fannar Einarsson keppandi Umf. Selfoss á 23,56 sek. Þess má geta að Haraldur Einarsson, eldri bróðr Dags, á HSK metin í 20 – 22 ára flokki og karlaflokki.

Fyrri greinLitir og línur í Bókasafninu
Næsta greinBifreið gjörónýt eftir eld