Fimm gullverðlaun og héraðsmet á Vormóti Fjölnis

Hugrún Birna, Adda Sóley, Anna Metta og Bryndís Embla á Vormóti Fjölnis. Ljósmynd/UMFS

Anna Metta Óskarsdóttir, Umf. Selfoss, setti héraðsmet í 400 m grindahlaupi í flokki 13-14 ára stúlkna á Vormóti Fjölnis, sem haldið var á ÍR-vellinum í síðustu viku.

Grindahlaup kvenna var aukagrein á mótinu en þar er hlaupið á 76,2 cm grindur. Anna Metta varð 3. í hlaupinu á 80,14 sekúndum, sem er HSK-met í hennar aldursflokki.

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Umf. Selfoss, vann þrenn gullverðlaun á mótinu í flokki 14-15 ára pilta, í 100 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Bryndís Embla Einarsdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í kúluvarpi í flokki 14-15 ára stúlkna og Adda Sóley Sæland, Umf. Selfoss, sigraði í kúluvarpi í flokki 12-13 ára stúlkna.

Fyrri greinKorter í þjóðhátíð!
Næsta greinSumarlestur í Sunnulækjarskóla