Fimm fræknir Landsmótsmeistarar frá HSK

Ólafur Guðmundsson sigraði í sex frjálsíþróttagreinum og stígvélakasti. Ljósmynd/Jón Aðalsteinn

Hið árlega Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Fjallabyggð í lok júní og fór keppni fram bæði á Sigufirði og Ólafsfirði. Keppendur frá HSK voru 38 í ár og tóku þátt í fjölmörgum greinum. Alls kepptu 336 keppendur á mótinu víðsvegar af landinu.

Keppendur HSK komust á verðlaunapall í bridds, frjálsíþróttum , ringói og stígvélakasti. Hér að neðan er getið um landsmótsmeistara sem voru í keppnisliði HSK.

Frjálsíþóttir
Í frjálsum átti HSK landsmótsmeistara í nokkrum greinum. Guðmundur Jónasson sigraði 100m og 400m hlaup í flokki 55-59 ára. Í sama aldursflokki vann Ólafur Guðmundsson kúluvarp, kringlukast, lóðkast, hástökk án atrennu, langstökk án atrennu og þrístökk án atrennu. Yngvi Karl Jónsson sigraði í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi og lóðkasti í flokki 60-64 ára. Páll Jökull Pétursson keppti í flokki 65-69 ára sigraði í kúluvarpi, kringlukasti, hástökki án atrennu, langstökki án atrennu og þrístökki án atrennu. Jón M. Ívarsson varð meistari í kúluvarpi, lóðkasti og kringlukasti í flokki 75- 79 ára. Anný Ingimarsdóttir var eina HSK konan sem varð landsmótsmeistari á mótinu hún sigraði í spjótkasti, langstökki án atrennu og þrístökki án atrennu. Anný keppti í flokki 55-59 ára

Þessir fimm frænknu landsmótsmeistarar settu samtals 11 HSK met í fjórum aldursflokkum frá 55-79 ára.

Stígvélakast
Síðasta grein mótsins er jafnan stígvélakast og þar var vel tekið á því. Ólafur Guðmundsson varð landsmótsmeistari í stígvélakasti í sínum aldursflokki.

Að ári liðnu fer Landsmót 50+ fram í hverfi Hrafnagils í samvinnu Ungmennasambands Eyjafjarðar og Eyjafjarðarsveitar, dagana 26. til 28. júní 2026.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir af sunnlenskum keppendum á mótinu frá Jóni Aðalsteini hjá UMFÍ.

Fyrri greinKFR í toppmálum – Róðurinn þungur hjá Stokkseyri
Næsta greinHarður árekstur á Selfossi