Fimm einstaklingar heiðraðir á aðalfundi knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Selfoss fór fram á dögunum þar sem stjórn deildarinnar var öll endurkjörin undir styrkri stjórn Adólfs Ingva Bragasonar, formanns.

Á fundinum kom fram að rekstur deildarinnar er góður. Gjöld hafa dregist saman auk þess sem tekjur ársins voru meiri en ráð var fyrir gert í fjárhags­áætlun, einkum vegna félagaskipta Jóns Daða Böðvarssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar ásamt því að KSÍ úthlutaði veglegum styrk til aðildarfélaga sinna vegna árangurs íslenska landsliðsins á EM í sumar.

Á fundinum fékk Björn Ingi Gíslason heiðursfélagi deildarinnar afmælisgjöf í tilefni af 70 ára afmæli hans. Þá fengu Hermann Ólafsson, Helena Sif Kristinsdóttir, Selma Sigurjónsdóttir, Alma Sigurjónsdóttir og Sævar Þór Gíslason silfurmerki Umf. Selfoss fyrir afar fórnfúst og gott starf fyrir félagið.

Í lok fundar kynnti stjórn deildarinnar hugmyndir starfshóps um uppbyggingu á fjölnota íþróttahúsi á Selfossi við jákvæð­ar undirtektir fundarmanna.


Björn Ingi Gíslason, heiðursfélagi deildarinnar, varð sjötugur fyrr á árinu og afhenti Adólf formaður honum táknræna gjöf af því tilefni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinTíu bú á Suðurlandi stóðust úttekt
Næsta grein„Megum við halda húsþræla, bara ef við gefum þeim að borða?“