Fimleikastelpurnar bíða í Keflavík

Fimleikalið Selfoss er nú komið á hótel í Keflavík og bíður þar færis eftir flugi til Finnlands. Ef þær komast í loftið á laugardag verður Norðurlandamótinu frestað til sunnudags.

„Það fer vel um okkur hérna. Icelandair bauð okkur kvöldmat, gistingu með morgunmat og breytingu á flugmiðanum okkur að kostnaðarlausu. Við vonum ekkert heitar en að aðstæður batni og við getum flogið á morgun eða laugardag. Þá verður mótinu frestað til sunnudags,“ sagði Sigríður Ósk Harðardóttir, fimleikaþjálfari, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinBjörgvin víkur af þingi
Næsta grein„Aldrei upplifað svona kolsvartamyrkur“