FH sótti sigur á Selfoss

Hákon Garri Gestsson kemur að lokuðum dyrunum í FH-vörninni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti FH í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. FH náði góðu forskoti undir lok leiksins og sigraði að lokum 28-33.

Það var jafnt á nánast öllum tölum fyrsta korterið, þar sem Selfyssingar höfðu frumkvæðið. Eftir það sneru FH-ingar leiknum sér í vil og náðu mest fjögurra marka forskoti en Selfoss minnkaði bilið fyrir hálfleik, 11-14 í leikhléi.

FH leiddi með 3-4 mörkum stærstan hluta seinni hálfleiksins en gestirnir stigu svo á bensíngjöfina á lokamínútunum, þar sem þeir náðu mest sjö marka forskoti, 20-27. Selfoss minnkaði muninn undir lokin en sigur FH-inga var öruggur þegar upp var staðið.

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 11/6 mörk, Hákon Garri Gestsson skoraði 6, Elvar Elí Hallgrímsson og Guðjón Óli Ósvaldsson 3, Valdimar Örn Ingvarsson 2 og þeir Haukur Páll Hallgrímsson, Tryggvi Sigurberg Traustason og Gunnar Kári Bragason skoruðu allir 1 mark. Alexander Hrafnkelsson varði 7 skot í marki Selfoss og var með 18% markvörslu.

Selfoss er áfram í 8. sæti deildarinnar með 5 stig en FH lyfti sér upp í 6. sætið með 7 stig.

Fyrri greinNýr tölvusneiðmyndaskanni tekinn í notkun á HSU
Næsta greinSundsýning bókasafninu á Selfossi