FH of stór biti

Selfyssingar töpuðu 31-25 þegar þeir heimsóttu FH í kvöld í N1 deild karla í handbolta.

Selfoss hélt í við FH fyrstu tíu mínúturnar en þá kom kafli þar sem heimamenn breyttu stöðunni úr 4-4 í 14-7.

Staðan var 20-14 í leikhléi en FH-ingar náðu mest tíu marka forskoti í seinni hálfleik, 28-18. Sóknarleikur Selfyssinga var stirður og þeir vínrauðu áttu í mestu vandræðum með að finna leið framhjá frábærum markverði FH. Varnarleikur Selfoss var hins vegar ágætur í seinni hálfleik. FH skoraði 11 mörk eftir leikhlé og þar af komu sjö úr hraðaupphlaupum.

Selfoss náði að klóra lítillega í bakkann á lokamínútunum en lokatölur voru 31-25.

Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 8, Ragnar Jóhannsson 8/3, Árni Steinþórsson 4, Guðni Ingvason 2, Helgi Héðinsson 2, Einar Héðinsson 1.

Birkir Fannar varði 19 skot í marki Selfoss.

Fyrri greinMeirihlutinn vísaði eigin tillögu frá
Næsta greinTap á Akureyri