Festu sig við Brennivínskvísl

Frá útkallinu í nótt. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir af Suðurlandi voru kallaðar út í nótt til að leita að tveimur mönnum á jeppabifreið sem voru á leið austur á land um Fjallabaksleið syðri.

Þegar þeir skiluðu sér ekki var farið að óttast um þá og barst björgunarsveitunum útkall um miðnættið. Hægt var að miða út síma mannanna og fá grófa staðsetningu og fundust þeir síðan við Brennivínskvísl, vestan við Mælifell. Mennirnir höfðu fest bíl sinn og skafið hafði hraustlega að honum.

Björgunarsveitarmenn losuðu bílinn og mönnunum var svo fylgt til byggða niður í Fljótshlíð.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá útkallinu í nótt. Myndir/Landsbjörg

Fyrri greinGul viðvörun: Snjókoma og lélegt skyggni
Næsta greinHamar tapaði stórt