Fenrir beit frá sér

Örvar Hugason. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyringar náðu sér ekki á strik í kvöld þegar þeir fengu Fenri í heimsókn í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu.

Fenrir beit frá sér með marki strax á 8. mínútu leiksins og gestirnir tvöfölduðu forskotið svo á 40. mínútu og staðan var 0-2 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var markalaus allt þar til fimm mínútur lifðu leiks en þá náði Örvar Hugason að koma boltanum í netið.

Lokatölur 1-2 og Stokkseyringar færðust því niður í botnsætið með 9 stig en Fenrir lyfti sér upp í 6. sætið með 12 stig.

Fyrri greinAlgjör metvelta í júlímánuði
Næsta greinÞriðja tap Selfoss í röð