Hin árlega sveitakeppni HSK í bridds var haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn laugardag og mættu 14 sveitir til leiks, sem allar hétu eitthvað og fæstar kenndar við félag eða heimahaga keppenda.
Spilaðir voru átta spila leikir með monrad fyrirkomulagi. Mótið taldi til silfurstiga og sjá má silfurstig keppenda á heimasíðu Bridgesambands Suðurlands.
Úrslit urðu þau að sveitin Félagar Bjössa bónda varð HSK meistari með 103,01 stig. Í sigursveitinni voru þeir Björn Snorrason, Runólfur Jónsson, Guðmundur Þór Gunnarsson og Kristján Már Gunnarsson.
Gervigreind varð í öðru sæti með 89,43 stig og þar spiluðu Sigurður Jón Björgvinsson, Sveinn Ragnarsson, Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Sævarsson. Íslenskur landbúnaður tók svo bronsið með 87,21 stig. Í sveitinni voru Höskuldur Gunnarsson, Þröstur Árnason, Helgi Hermannsson og Brynjólfur Gestsson.
Heildarúrslit má sjá á bridge.is og lokastöðuna má á hsk.is.


