Fátt um varnir í Iðu

FSu tapaði 97-110 í hörkuleik gegn Snæfelli þegar liðin mættust í Iðu á Selfossi í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og mikið skorað. FSu byrjaði betur en Snæfell náði forystunni fyrir leikhlé, 51-55.

Forskot gestanna jókst um fjögur stig til viðbótar í 3. leikhluta og þegar sá fjórði hófst var staðan 75-83. Snæfell gerði 21-5 áhlaup í upphafi síðasta fjórðungsins og FSu átti sér ekki viðreisnar von eftir það. Heimamenn skoruðu síðustu níu stigin í leiknum en það dugði ekki til.

FSu er áfram í 11. sæti deildarinnar með 2 stig að loknum átta umferðum.

Tölfræði FSu: Christopher Woods 34 stig/9 fráköst (29 í framlagsstig), Cris Caird 21 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17 stig, Gunnar Ingi Harðarson 8 stig, Hlynur Hreinsson 6 stig/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2 stig, Bjarni Geir Gunnarsson 2 stig, Hilmir Ægir Ómarsson 2 stig, Birkir Víðisson 2 stig, Maciej Klimaszewski 2 stig, Arnþór Tryggvason 1 stig.

Fyrri greinFimm fagmenn í þjálfarateymi Árborgar
Næsta greinHamar tók Blika í kennslustund