Fanney og Anný fengu starfsmerki UMFÍ

Fanney Ólafsdóttir, Umf. Vöku og Anný Ingimarsdóttir, Umf. Samhygð voru heiðraðar af Ungmennafélagi Íslands á Héraðsþingi HSK í Brautarholti á Skeiðum í morgun.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, gerði starf sjálfboðaliða að umtalsefni sínu þegar hún ávarpaði þingið og í kjölfarið afhenti hún Fanney og Anný starfsmerki UMFÍ.

Fanney situr í varastjórn HSK og er formaður starfsíþróttanefndar sambandsins. Þá hefur hún setið í stjórn glímuráðs um árabil auk þess sem hún er fyrrverandi formaður Umf. Vöku.

Anný á einnig sæti í varastjórn HSK en hún starfaði lengi í blaknefnd sambandsins auk þess sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum í Umf. Samhygð.