Fanney nýr formaður USVS

Fanney Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/USVS

Fanney Ásgeirsdóttir var kosin nýr formaður Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu á 50. ársþingi sambandsins, sem fram fór á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn sunnudag.

Fanney tekur við embættinu af Þorsteini Matthíasi Kristinssyni.

Auk Fanneyjar eru í stjórn sambandsins þau Sæunn Káradóttir, Sigmar Helgason, Ragnar Þorsteinsson og Árni Jóhannsson.

Fyrri greinÁrborgarar glaðir en Stokkseyringar svekktir
Næsta grein„Fullt af ást og löðrandi í erótík“