Fannar Yngvi keppir á NM um helgina

Þórsarinn Fannar Yngvi Rafnarsson er á meðal keppenda á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum 22 ára og yngri sem fram fer í Kópavogi um helgina.

Alls eru 56 keppendur frá öllum Norðurlöndunum sem taka þátt í mótinu, þar af þrettán frá Íslandi en Fannar Yngvi er eini keppandinn af HSK svæðinu.

Keppni hófst í morgun og lýkur síðdegis á sunnudag. Tímaseðil og nánari upplýsinga um keppendur má sjá hér.

Fyrri greinHafgríma heiðruð
Næsta greinSumarlestur hafinn í Hveragerði