Fannar Ingi kylfingur ársins í Hveragerði

Aðalfundur Golfklúbbs Hveragerðis var haldin miðvikudaginn 16. desember og var mjög góð mætingfélagsmanna og var mikill einhugur í félagsmönnum um starfið í klúbbnum.

Auðunn Guðjónsson, formaður, fór yfir skýrslu stjórnar en talsverður viðsnúningur hefur orðið á rekstri klúbbsins og var hagnaður ársins 3,6 milljónir króna, en afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam 6,4 milljónum króna.

Á árinu voru keyptar vélar fyrir 5,8 milljónir króna en skuldir klúbbsins lækkuðu um 1,3 milljónir króna og voru 5,1 milljón króna þann 31. október síðastliðinn.

Fundurinn samþykkti að hækka árgjöld fyrir 2016 um 7% en síðast voru árgjöld hækkuð árið 2014.

Þórdís Geirsdóttir hlaut Háttvísibikarinn sem var gefinn af GSÍ á 20 ára afmæli klúbbsins og Fannar Ingi Steingrímsson var valinn kylfingur ársins og tilnefndur til íþróttamanns Hveragerðis.

Fyrri greinVerðlaun veitt í jólaskreytingasamkeppni
Næsta greinDagatalið rennur út eins og heitar lummur