Fannar fjórði eftir fyrsta dag

Íslandsmótið í golfi 2017 á Eimskipsmótaröðinni hófst á morgun á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Tveir tvítugir kylfingar eru í efstu sætunum í karla – og kvennaflokki.

Vikar Jónasson úr Keili lék á 65 höggum eða -6 og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR lék á -2. Þau settu bæði vallarmet á Hvaleyrarvelli í dag.

Fannar Ingi Steingrímsson, Golfklúbbi Hveragerðis, er efstur sunnlenskra kylfinga að loknum fyrsta keppnisdegi en hann lék hringinn í dag á 68 höggum, þremur höggum undir pari, og er í 4.-5. sæti.

Gott skor var í karlaflokknum á fyrsta hringum enda voru aðstæður á Hvaleyrarvelli gríðarlega góðar. Nánast logn, skýjað og kjöraðstæður til að skora vel á frábærum keppnisvelli.

Fyrri greinBeltin björguðu í rútuslysi
Næsta greinDregið úr leit á Hvítársvæðinu