Fámennt en góðmennt í Kötluhlaupi

Þátttakendur í Kötluhlaupi í Vík sl. laugardag voru átta talsins. Þetta er í sjötta sinn sem hlaupið er haldið.

Að sögn Sævars Kristjánssonar, íþróttafulltrúa hjá Mýrdalshreppi, hefur veðrið líklega haft einhver áhrif á þátttökuna.

Íþróttafulltrúinn smellti mynd af þátttakendum hlaupsins sem má sjá hér til hægri. (Frá vinstri) Carina Margareta Ek, Einar Guðnason, Victoria Jonsson, Guðný Guðnadóttir, Magnús Sæmundsson, Jóhann Ari og Gylfi Arinbjörn Magnússynir. Á myndina vantar Guðna Einarsson.