Eyrún og Guðmann sigruðu

Naglahlaupið 2013 fór fram á Hvolsvelli á gamlársdag, við ágætar aðstæður, og tók flottur hópur hlaupara þátt í hlaupinu.

Hlaupaleiðin var um það bil sjö kílómetra löng en hlaupið var frá húsi Björgunarsveitarinnar Dagrenningar við Dufþaksbraut, sem leið lá um götur Hvolsvallar og upp Hvolsfjall áður en endað var aftur í björgunarsveitarhúsinu.

Guðmann Óskar Magnússon var fyrstur í karlaflokki og Eyrún Elvarsdóttir í kvennaflokki og fengu þau góð verðlaun í boði Rangárþings eystra.

Fyrri greinGunnar Björn aðstoðar Ingólf
Næsta greinEldur í gamalli kennslustofu